Erlent

Enn gripið til sóttvarnaaðgerða í Sydney

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bólusetningum mótmælt í Sydney.
Bólusetningum mótmælt í Sydney. epa/Steven Saphore

Nokkrum hverfum stórborgarinnar Sidney í Ástralíu hefur nú verið lokað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Forsætisráðherra Nýja Suður Wales tilkynnti þetta á blaðamannafundi en tuttugu og tvö tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn í borgarhlutunum. 

Lokunin mun vara í að minnsta kosti viku og þurfa allir íbúar að vera heima hjá sér og mega aðeins ganga til vinnu eða skóla, ef brýna nauðsyn ber til og ómögulegt er að vinna heiman frá sér. 

Þá mega íbúarnir stunda hreyfingu úti við og hlúa að veikum fjölskyldumeðlimum. Flest öllum verslunum hefur verið lokað, sem og skemmtistöðum og líkamsræktarstöðvum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.