Sigurður Ragnar: Stórkostleg úrslit hjá strákunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júní 2021 22:59 Sigurður Ragnar ásamt Eysteini Húna Haukssyni en þeir eru þjálfarar Keflavíkurliðisins. Vísir / Hulda Margrét „Þetta var frábært, ég er virkilega stoltur af strákunum. Við höldum hreinu og spilum frábæran varnarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir að hans menn tryggðu sig áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins með sigri á Breiðablik. „Við fengum gagnrýni á okkur fyrr í sumar fyrir að vera fá of mörg mörk á okkur. Við erum búnir að halda hreinu í þremur leikjum í röð og vinna alla þessa leiki. Það er gríðarlega sterkt að vinna Breiðablik sem er frábært lið. Þetta eru stórkostleg úrslit hjá strákunum.“ Þegar komið var fram í framlenginguna bjuggust margir við að orka Keflvíkinga væri á þrotum en þeir höfðu átt í fullu tré við vel mannað lið Blika í leiknum. Mörkin tvö komu á lokamínútum framlengingarinnar. „Davíð Snær var mjög rólegur þarna þegar hann setti markið. Strákarnir lögðu rosalega mikið inn fyrir þessu. Við gáfum strákum tækifæri sem hafa verið að spila minna í sumar, byrjuðum þannig. Allir með tölu stóðu sig vel og við unnum þetta með öflugri og góðri liðsheild.“ Aðspurður um að þurfa að spila auka 30 mínútur nú þegar mikið álag er á leikmönnum sagði Sigurður Ragnar að það gæti mögulega hjálpað mönnum að vinna svona sigra. „Þetta gæti unnið með okkur, að hafa komist áfram í keppninni og lagt gott lið að velli. Það eykur sjálfstraustið hjá strákunum í komandi verkefnum. Það er gaman að vera komnir áfram í bikarkeppninni.“ Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, sagði í viðtali eftir leik að Sindri frá Hornafirði væri óskamótherji ef Sindramenn kæmust áfram. „Ég á ekkert draumalið þannig. Ég styð alveg Frans ef hann vill mæta þeim. Ég er til í hvaða lið sem er,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Breiðablik Mjólkurbikarinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Keflvíkingar slógu út Blika eftir framlengingu Keflavík er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 1-0 sigur á Breiðablik í framlengdum leik í Keflavík. 23. júní 2021 22:28 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
„Við fengum gagnrýni á okkur fyrr í sumar fyrir að vera fá of mörg mörk á okkur. Við erum búnir að halda hreinu í þremur leikjum í röð og vinna alla þessa leiki. Það er gríðarlega sterkt að vinna Breiðablik sem er frábært lið. Þetta eru stórkostleg úrslit hjá strákunum.“ Þegar komið var fram í framlenginguna bjuggust margir við að orka Keflvíkinga væri á þrotum en þeir höfðu átt í fullu tré við vel mannað lið Blika í leiknum. Mörkin tvö komu á lokamínútum framlengingarinnar. „Davíð Snær var mjög rólegur þarna þegar hann setti markið. Strákarnir lögðu rosalega mikið inn fyrir þessu. Við gáfum strákum tækifæri sem hafa verið að spila minna í sumar, byrjuðum þannig. Allir með tölu stóðu sig vel og við unnum þetta með öflugri og góðri liðsheild.“ Aðspurður um að þurfa að spila auka 30 mínútur nú þegar mikið álag er á leikmönnum sagði Sigurður Ragnar að það gæti mögulega hjálpað mönnum að vinna svona sigra. „Þetta gæti unnið með okkur, að hafa komist áfram í keppninni og lagt gott lið að velli. Það eykur sjálfstraustið hjá strákunum í komandi verkefnum. Það er gaman að vera komnir áfram í bikarkeppninni.“ Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, sagði í viðtali eftir leik að Sindri frá Hornafirði væri óskamótherji ef Sindramenn kæmust áfram. „Ég á ekkert draumalið þannig. Ég styð alveg Frans ef hann vill mæta þeim. Ég er til í hvaða lið sem er,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Breiðablik Mjólkurbikarinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Keflvíkingar slógu út Blika eftir framlengingu Keflavík er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 1-0 sigur á Breiðablik í framlengdum leik í Keflavík. 23. júní 2021 22:28 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Keflvíkingar slógu út Blika eftir framlengingu Keflavík er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 1-0 sigur á Breiðablik í framlengdum leik í Keflavík. 23. júní 2021 22:28