Innlent

Bíll brann í Vest­manna­eyjum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bíllinn logaði glatt þegar slökkvilið kom á vettvang.
Bíllinn logaði glatt þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkvilið Vestmannaeyja

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var ræst út upp úr klukkan níu í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um mikinn reyk sem lagði frá athafnasvæði sorpeyðingarstöðvarinnar í sveitarfélaginu.

Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að eldur var á tveimur stöðum á svæðinu, annars vegar í bíl sem stóð á miðju plani á neðra geymslusvæði stöðvarinnar og hins vegar í papparusli í nokkurra metra fjarlægð frá bílnum.

Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og það megi þakka því að bíllinn stóð fjarri öðru eldfimu efni, og því litlar líkur á að eldurinn næði að breiða úr sér.

Samkvæmt tilkynningu gekk slökkvistarfið vel og lögregla er nú með málið til rannsóknar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.