Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:09 Umboðsmaður barna telur að ákveðinn hópur barna upplifi vanlíðan og óöryggi í skólasundi. Vísir Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. Í aðalnámskrá er meðal annars að finna hæfniviðmið fyrir skólaíþróttir. Samkvæmt þeim viðmiðum eiga nemendur grunnskóla við lok 10. bekkjar að geta sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða. Umboðsmaður barna telur þessar kröfur vera umfram það sem nauðsynlegt er til þess að nemendur geti stundað líkamsrækt á öruggan hátt eftir útskrift úr grunnskóla. Í aðalnámskrá kemur fram að aukin sundfærni styrki sjálfsmynd og auki sjálfsöryggi einstaklingsins. Í samtölum umboðsmanns barna við nemendur kemur þó fram að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, þar sem þeir eigi erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa nemendur og þá sérstaklega hinsegin nemendur, lýst upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en lítil framkvæmd virðist vera um slíka umræðu. Í bréfinu segir að stór hópur barna hafi lýst yfir efasemdum um að skipulag skólastarfs í grunnskólum endurspegli breyttar áherslur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Þá hafa nemendur komið á framfæri hugmyndum um að sundkennsla í efstu bekkjum grunnskóla verði gerð valkvæð að einhverju leyti, standist nemendur stöðupróf og hafi þar með sýnt fram á viðunandi hæfni. Skóla - og menntamál Sund Grunnskólar Íþróttir barna Réttindi barna Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Í aðalnámskrá er meðal annars að finna hæfniviðmið fyrir skólaíþróttir. Samkvæmt þeim viðmiðum eiga nemendur grunnskóla við lok 10. bekkjar að geta sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða. Umboðsmaður barna telur þessar kröfur vera umfram það sem nauðsynlegt er til þess að nemendur geti stundað líkamsrækt á öruggan hátt eftir útskrift úr grunnskóla. Í aðalnámskrá kemur fram að aukin sundfærni styrki sjálfsmynd og auki sjálfsöryggi einstaklingsins. Í samtölum umboðsmanns barna við nemendur kemur þó fram að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, þar sem þeir eigi erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa nemendur og þá sérstaklega hinsegin nemendur, lýst upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en lítil framkvæmd virðist vera um slíka umræðu. Í bréfinu segir að stór hópur barna hafi lýst yfir efasemdum um að skipulag skólastarfs í grunnskólum endurspegli breyttar áherslur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Þá hafa nemendur komið á framfæri hugmyndum um að sundkennsla í efstu bekkjum grunnskóla verði gerð valkvæð að einhverju leyti, standist nemendur stöðupróf og hafi þar með sýnt fram á viðunandi hæfni.
Skóla - og menntamál Sund Grunnskólar Íþróttir barna Réttindi barna Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira