Innlent

Telja ekki um hvítabjörn að ræða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ísbjörn á ferð norður af Svalbarða.
Ísbjörn á ferð norður af Svalbarða. Getty/Wildest Animal

Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn.

Frá þessu var greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum fyrir um tveimur tímum.

Vísir sagði frá því í nótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið kölluð til eftir að lögreglu barst ábending frá gönguhóp um möguleg ummerki eftir hvítabjörn í Hlöðuvík.

Við nánari athugun á vettvangi þótti ekki hægt að útiloka að ummerkin væru sannarlega eftir ísbjörn. Voru því gerðar ráðstafanir til að láta fólk á svæðinu vita og það beðið um að sýna varúð.

Nú telur lögregla hins vegar ekki um hvítabjörn að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×