Innlent

Svona gæti hraunið litið út í lok sumars

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Óvíst er hvenær Nátthagar fyllast.
Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Óvíst er hvenær Nátthagar fyllast. vísir/vilhelm

Veður­stofan og Há­skóli Ís­lands hafa gefið út nýtt hraun­flæði­líkan, sem sýnir tvær mögu­legar sviðs­myndir fyrir hraun­flæði úr Nátt­haga. Ó­vissa er uppi um hve­nær hraun byrjar að flæða suður úr Nátt­haga eftir að svæðið fyllist af hrauni.

Nýja hraun­líkanið gerir ráð fyrir bæði minni og stærri sviðs­mynd þar sem reiknað er með mis­miklu magni af hrauni. Sú stærri sýnir mögu­lega stöðu á hraun­breiðunni í sumar eða byrjun hausts að öllu ó­breyttu.

Uppfært kort. Veðurstofan birti fyrr í dag kort með röngum merkingum, sem fór inn í fréttina. Þar var hraunflæðið sagt mælt í rúmkílómetrum en rétt er að miðað er við milljón rúmmetra:

Í til­kynningu frá Veður­stofunni er vitnað í Sögu Bar­sotti, fag­stjóra eld­fjalla­vár á Veður­stofunni, en hún segir að hraun­flæði­líkönin hafi reynst við­bragðs­aðilum afar gagn­leg til að meta mögu­legar hættur og tjón á inn­viðum.

Gosið hefur staðið yfir í nær þrjá mánuði og skipt um takt nokkrum sinnum. Ekkert bendir til þess að það muni hætta á næstunni.

„Þegar kemur að hraun­flæði er ef til vill ekki eins mikil­vægt að svara spurningunni um hve­nær hraun nái á­kveðinni út­breiðslu eins og hver mögu­legur far­vegur hraunsins verði,“ segir Sara. „Í því sam­hengi teljum við að hraun­flæði­líkön geti á­fram nýst okkur vel við gerð við­bragðs­á­ætlanna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×