Fótbolti

Freyr á að koma Lyngby í efstu deild

Sindri Sverrisson skrifar
Freyr Alexandersson var aðstoðarlandsliðsþjálfari karla áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi síðasta haust.
Freyr Alexandersson var aðstoðarlandsliðsþjálfari karla áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi síðasta haust. vísir/daníel

Freyr Alexandersson verður aðalþjálfari danska knattspyrnufélagsins Lyngby næstu tvö árin og tilkynnt verður um ráðningu hans í vikunni.

Þetta fullyrðir danski miðillinn B.T. og segir að Frey sé ætlað að koma Lyngby upp í úrvalsdeild á ný eftir að liðið féll þaðan í vor.

Freyr tekur við Lyngby af Carit Falch sem tók við Vejle fyrir tveimur vikum.

Freyr var síðast aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar en þeir hættu með liðið í maí.

Freyr, sem er 38 ára gamall, var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins eftir að hafa stýrt kvennalandsliðinu um fimm ára skeið. Hann hefur einnig þjálfað karlalið Leiknis R. og kvennalið Vals.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.