Innlent

Síðasti Jans­sen-dagur fyrir sumar­frí

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið bólusett í Laugardalshöll. Ásóknin hefur oft verið mikil og töluverð röð myndast fyrir utan höllina.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið bólusett í Laugardalshöll. Ásóknin hefur oft verið mikil og töluverð röð myndast fyrir utan höllina. Vísir/Vilhelm

Í dag verður bólusett með níu þúsund til tíu þúsund skömmtum af bóluefni Janssen við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að boða hópa í bólusetningu samkvæmt þeirri handahófskenndu röð sem dregið var í fyrr í mánuðinum.

Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið í bólusetningu frá níu til tvö, en eftir það verður fólki með eldri boðun í bólusetningu Janssen boðið að koma í bólusetningu í Laugardalshöll.

Tíu hópar hafa fengið boðun í dag og eru eftirfarandi: Karlar fæddir 1990, 1991, 1995 eða 1998 og konur fæddar 1985, 1989, 1990, 1991, 1995 og 1999.

Á vef heilsugæslunnar kemur fram að dagurinn í dag sé áætlaður síðasti dagurinn sem hægt verður að fá Janssen fyrir sumarfrí.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.