Fótbolti

Engin um plön um það hjá UEFA að taka úrslitaleikina af Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Moore styttan fyrir utan Wembley leikvanginn þar sem hann tók á móti HM bikarnum 1966 eftir sigur á Vestur Þjóðverjum í úrslitaleik.
Bobby Moore styttan fyrir utan Wembley leikvanginn þar sem hann tók á móti HM bikarnum 1966 eftir sigur á Vestur Þjóðverjum í úrslitaleik. AP/Frank Augstein

Knattspyrnusamband Evrópu hefur fullvissað forvitna um það að undanúrslitaleikir og úrslitaleikur Evrópumótsins eru ekki á leiðinni til Ungverjalands.

Fréttir um að Wembley væri mögulega að missa þessa úrslitaleiki Evrópumótsins fóru á flug eftir að Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, kallaði eftir því að leikirnir væru fluttir frá Englandi vegna aukningu á kórónuveirusmitum í landinu.

Yfir tíu þúsund ný tilfelli af kórónuveirusmitum fundust í Bretlandi í gær og eru því samtals komin yfir 4,63 milljónir í landinu. Alls hafa tæplega 128 þúsund manns látist í Bretland vegna veirunnar.

Erlendir fjölmiðlar fóru að velta því fyrir sér hvort að úrslitaleikirnir yrði fluttir frá Wembley til Búdapest í Ungverjalandi.

UEFA hefur nú staðfest að sambandið sé að vinna markvisst að því með enska knattspyrnusambandinu og enskum yfirvöldum svo að úrslitaleikirnir geti farið fram á Wembley og það séu engin um plön um það hjá UEFA að taka úrslitaleikina af Wembley.

Samkvæmt frekari fréttum hefur stefnan verið sett að leyfa 60 þúsund áhorfendum að mæta á leikina og að „mikilvæga fólkið“ þurfi ekki að fara í sóttkví.

Ítalski forsætisráðherrann Draghi vildi notfæra sér ástandið í Bretlandi til að fá úrslitaleikinn til Rómar í staðinn fyrir að spila hann í landi þar sem „fjöldi smita sé að aukast hratt“ eins og hann orðaði það.

Undanúrslitaleikirnir á Wembley eiga að fara fram 6. og 7. júlí og úrslitaleikurinn er síðan spilaður 11. júlí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.