Fótbolti

Hólmbert til Þýskalands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar með íslenska A-landsliðinu.
Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar með íslenska A-landsliðinu. vísir/getty

Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn í raðir Holsten Kiel sem leikur í þýsku B-deildinni.

Hólmbert kemur til félagsins frá Brescia þar sem hann fékk fá tækifæri í ítölsku B-deildinni.

Hinn 28 ára Hólmbert skrifar undir þriggja ára samning við Holsten Kiel og er því samningsbundinn til júní 2024.

Holsten Kiel endaði í þriðja sæti 2. Bundesliga en tapaði umspilinu gegn Köln um sæti í Bundesligunni.

Þeir fóru svo alla leið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar þar sem þeir slógu meðal annars út Bayern Munchen.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.