Erlent

Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Raisi hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag.
Raisi hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag. epa/Abedin Taherkenareh

Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag.

Afstaða forsetans gagnvart kollega sínum vestanhafs er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að ríkin tvö freista þess nú að blása nýju lífi í kjarnorkusamkomulagið frá 2015, milli Íran og Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði Bandaríkin frá samkomulaginu árið 2018.

Á blaðamannafundinum sagði Raisi jafnframt að Íran myndi ekki gefa neitt eftir hvað varðaði eldflaugaáætlun sína eða umsvif á svæðinu. Raisi er talinn munu verða mun erfiðari viðureignar en forveri hans, Hassan Rouhani,  en hann stendur engu að síður frammi fyrir mörgum áskorunum sem munu krefjast alþjóðasamvinnu.


Tengdar fréttir

Raisi sigurvegari í Íran

Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra.

Íranir ganga að kjör­borðinu

Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn.

Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran

Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi.

Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran

Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum.

Leiðin greið fyrir fram­bjóðanda íranska æðsta­klerksins

Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×