Erlent

Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn

Kjartan Kjartansson skrifar
Háskólastarfsmaðurinn er sakaður um að hafa selt rússnesku leyniþjónustunni upplýsingar.
Háskólastarfsmaðurinn er sakaður um að hafa selt rússnesku leyniþjónustunni upplýsingar. Vísir/Getty

Þýskir saksóknarar segja að aðstoðarmaður við rannsóknir í háskóla þar í landi hafi verið handtekinn, grunaður um njósnir fyrir rússnesku leyniþjónustuna fyrir helgi.

Maðurinn er sagður hafa unnið sem aðstoðarmaður við rannsóknir hjá prófessorsembætti á vísinda- og tæknisviði í ónefndum þýskum háskóla. Hann var handtekinn föstudaginn 18. júní.

Reuters-fréttastofan segir að maðurinn hafi hitt útsendara rússnesku leyniþjónustunnar að minnsta kosti þrisvar frá október í fyrra til í þessum mánuði. Hann hafi veitt leyniþjónustumanninum upplýsingar í skiptum fyrir greiðslur í reiðufé.

Fyrr á þessu ári ákærðu þýskir saksóknarar þýskan ríkisborgara fyrir að hafa afhent grunuðum rússneskum njósnara teikningar og gögn um þýska þinghúsið. Þýska ríkisstjórnin hefur sakað rússnesk stjórnvöld um njósnir í þýska þinginu. Angela Merkel kanslara hefur meðal annars sagt að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi staðið að baki innbrots í tölvukerfi þingsins árið 2015.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.