Myndskeið: Íslendingaslagur stöðvaður eftir að eldingu laust niður Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 17:40 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði snemma leiks. Getty/Matteo Ciambelli Merkilegt atvik átti sér stað undir lok leiks Örebro og Kristianstad á heimavelli þeirra fyrrnefndu í síðasta leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eldingu laust niður á vellinum, eða í nánd við hann. Leikurinn var tímabundið flautaður af en Kristianstad vann að lokum 2-0 sigur. Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira
Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira