Enski boltinn

Hefur engar áhyggjur af markaþurrð Kane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shaw, Southgate og Kane eftir leikinn í gær.
Shaw, Southgate og Kane eftir leikinn í gær. Vincent Mignott/DeFodi

Enski landsliðsmaðurinn Luke Shaw hefur ekki áhyggjur af markaþurrð Harry Kane en enski landsliðsfyrirliðinn er ekki kominn á blað á EM.

Kane var markahæsti leikmaðurinn á HM í Rússlandi 2018 og varð einnig markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Eftir markalaust jafntefli í fyrrakvöld gegn Skotum þá voru nokkrir fjölmiðlar sem lýstu yfir áhyggjum af Kane.

„Ég hef alls engar áhyggjur. Mér finnst hann besti framherji í heimi,“ sagði Shaw í samtali við fjölmiðla.

„Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið og eiginlega mikilvægasti hlekkurinn. Ég held að sama hvort hann sé upp á sitt besta eða ekki þá er hann mikilvægur hlekkur.“

„Við þurfum hann en á stórmótum geturðu skorað á öllum augnablikum og hann er svo mikilvægur. Ekki bara inni á vellinum en hann stendur við bakið á okkur og ég er ekki áhyggjufullur,“ sagði Shaw.

England þarf að vinna Tékka á þriðjudagskvöldið til þess að tryggja sér toppsætið en allt þarf að ganga á afturfótunum til þess að þeir ensku fari ekki áfram.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×