Kvensjúkdómalæknar gagnrýna skýrslu um skimanir Árni Sæberg og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 19. júní 2021 17:48 Haraldur Breim vann skýrslu um leghálsskimanir sem send var til heilbrigðisráðherra þann 16. júní. Vísir/Egill Stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hefur gefið úr tilkynningu þar sem hún gagnrýnir skýrslu sem Haraldur Breim vann fyrir heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini. FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira