Kvensjúkdómalæknar gagnrýna skýrslu um skimanir Árni Sæberg og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 19. júní 2021 17:48 Haraldur Breim vann skýrslu um leghálsskimanir sem send var til heilbrigðisráðherra þann 16. júní. Vísir/Egill Stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hefur gefið úr tilkynningu þar sem hún gagnrýnir skýrslu sem Haraldur Breim vann fyrir heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini. FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira