Erlent

Fyrsti forseti Sambíu fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Kenneth Kaunda var forseti Sambíu frá 1964 til 1991.
Kenneth Kaunda var forseti Sambíu frá 1964 til 1991. Getty

Kenneth Kaunda, sem var fyrstur til að gegna embætti forseta Afríkuríkisins Sambíu, er látinn, 97 ára að aldri. Hann var einn síðasti eftirlifandi af þeirri kynslóð leiðtoga Afríkuríkja sem hafði barðist gegn nýlendustefnu Evrópuríkja.

BBC segir frá því að Kaunda, sem gekk undir nafninu „KK“ í heimalandinu,  hafi verið lagður inn á hersjúkrahús í höfuðborginni Lusaka á mánudaginn vegna lungnabólgu. Hann lést svo í gær, en aðstoðarmenn forsetans fyrrverandi segja hann ekki hafa verið með Covid-19.

Á sjötta áratug síðustu aldar gegndi Kaunda lykilhlutverki í baráttu Norður-Ródesíu, sem þá var, gegn yfirráðum Breta. Hann varð svo fyrsti forseti landsins árið 1964 eftir að ríkið hlaut sjálfstæði.

Kaunda var leiðtogi vinstriflokksins Sameinaða sjálfstæðisflokknum og stýrði landinu allt til ársins 1991, en flokkurinn bað þá lægri hlut í þingkosningum eftir að hafa verið einráður um margra áratuga skeið.

Edgar Lungu Sambíuforseti hefur lýst yfir þriggja vikna þjóðarsorg vegna fráfalls forsetans fyrrverandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.