Bjargráður Blind hafði andleg áhrif frekar en líkamleg gegn Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 10:45 Daley Blind er hann kom af velli gegn Úkraínu. Andre Weening/Getty Images Það fór um alla sem horfðu á Christian Eriksen hníga til jarðar í leik Danmerkur og Finnlands í fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu. Eriksen er heill á húfi en fyrir Daley Blind var þetta sem hitti aðeins of nálægt hjartastað. Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira