Rússar komnir á blað eftir sigur á Finnum í St. Pétursborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aleksei Miranchuk fagnar eina marki leiksins í St. Pétursborg í dag.
Aleksei Miranchuk fagnar eina marki leiksins í St. Pétursborg í dag. getty/anton vaganov

Rússar fengu sín fyrstu stig á Evrópumótinu í fótbolta karla þegar þeir unnu Finna, 0-1, í St. Pétursborg í dag.

Rússar eru nú með þrjú stig í B-riðli EM líkt og Finnar og Belgar. Danir eru enn án stiga en þeir mæta Belgum á morgun.

Aleksei Miranchuk, leikmaður Atalanta, skoraði eina mark leiksins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik.

Finnland byrjaði leikinn af krafti og Joel Pohjanpalo, sem skoraði gegn Danmörku á laugardaginn, var ágengur upp við rússneska markið. Hann skoraði á 5. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Fimm mínútum síðar fékk Magomed Ozdoev dauðafæri en skaut framhjá.

Rússar voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en Finnar voru alltaf líklegir. Það voru hins vegar heimamenn sem náðu forystunni á annarri mínútu í uppbótartíma þegar Miranchuk sneri boltann upp í fjærhornið, nánast úr kyrrstöðu.

Klippa: Finnland 0-1 Rússland

Finnland byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og í upphafi hans slapp Teemu Pukki í gegn en hitti ekki markið. Skömmu síðar átti Aleksandr Golovin hættulegt skot rétt framhjá marki Rússlands. Á 72. mínútu átti Daler Kuzyaev gott skot sem stefndi í fjærhornið en Lukás Hrádecký varði frábærlega.

Finnar reyndu hvað þeir gátu að jafna en fengu engin teljandi færi og Rússar héldu nokkuð þægilega út.

Í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn mætir Rússland Danmörku í Kaupmannahöfn og Finnland Belgíu í St. Pétursborg.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.