Fótbolti

Missti með­vitund í sigri Frakka á Þjóð­verjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skömmu síðar lá Pavard kylliflatur og vankaður á jörðinni.
Skömmu síðar lá Pavard kylliflatur og vankaður á jörðinni. Matthias Hangst/Getty Images

Hægri bakvörðurinn Benjamin Pavard missti meðvitund í 10 til 15 sekúndur í 1-0 sigri Frakklands á Þýskalandi er liðin mættust í lokaleik fyrstu umferðar Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld.

Eftir árekstur við Robin Gosens, vinstri vængbakvörð Þjóðverja, í síðari hálfleik missti Pavard tímabundið meðvitund. 

Hann kom af velli í nokkrar mínútur og var meðhöndlaður af læknateymi Frakklands en kom svo aftur inn á völlinn og hjálpaði heimsmeisturunum að sigla 1-0 sigri í hús.

„Þetta var mikið áfall. Ég var létt rotaður [e. a little knocked out] í tíu til fimmtán sekúndur. Eftir það var ég betri,“ sagði Pavard í viðtali að leik loknum.

Læknateymi Pavard skoðar hann eftir áreksturinn.Matthias Hangst/Getty Images

Ákvörðun Didier Deschamps og þjálfarateymi franska liðsins var harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum þar sem talið var að Pavard hefði mögulega fengið heilahristing. 

Þá er hryllingurinn er Christian Eriksen hné til jarðar í leik Dana og Finna fólki enn í fersku minni.

Frakkland mætir Ungverjalandi í annarri umferð Evrópumótsins á laugardaginn kemur, þann 19. júní. Bæði lið eru í F-riðli eða dauðariðlinum svokallaða ásamt Þýskalandi og Portúgal.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×