Fótbolti

Spánar­meistarar Atlético að styrkja sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodrigo de Paul [til hægri] er á leið til Atlético Madríd.
Rodrigo de Paul [til hægri] er á leið til Atlético Madríd. EPA-EFE/Juan Mabromata

Spánarmeistarar Atlético Madríd og ítalska félagið Udinese hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á Rodrigo de Paul.

Rodrigo de Paul er argentískur miðjumaður sem hefur verið í herbúðum Udinese síðan 2016. Hann bar fyrirliðaband liðsins á nýafstaðinni leiktíð og var þeirra langbesti maður.

Hann spilaði alls 36 leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og kom að meðaltali að marki í öðrum hverjum leik. Rodrigo skoraði 9 mörk á leiktíðinni og lagði upp önnur 10 til viðbótar.

Talið er að Atlético borgi 35 milljónir evra fyrir þennan 27 ára gamla miðjumann sem hefur spilað 24 A-landsleiki fyrir Argentínu.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.