Fótbolti

Dean Henderson dregur sig út úr enska EM-hópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dean Henderson hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins og snúið aftur til Manchester United.
Dean Henderson hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins og snúið aftur til Manchester United. getty/Eddie Keogh

Dean Henderson, markvörður Manchester United, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum. Henderson glímir við meiðsli í mjöðm og getur ekki æft.

Í stað hans hefur Gareth Southgate kallað Aaron Ramsdale, markvörð Sheffield United, inn í EM-hópinn.

Liðum er frjálst að gera breytingar á markvörðum á hvaða stigi keppninnar sem er vegna meiðsla.

Ramsdale, sem er 23 ára, hefur fallið úr ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil, fyrst með Bournemouth og svo með Sheffield United. Ramsdale tók einmitt stöðu Hendersons hjá Sheffield United.

Ramsdale hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands. Hann lék alla leiki enska U-21 árs liðsins í riðlakeppninni á EM í apríl.

England sigraði Króatíu, 1-0, í fyrsta leik sínum á EM á sunnudaginn. Englendingar mæta Skotum í öðrum leik sínum í D-riðli á föstudaginn.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.