Innlent

Bólu­setningum lokið í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það var margt um manninn í Laugardalshöll fyrr í dag.
Það var margt um manninn í Laugardalshöll fyrr í dag. Vísir/Sigurjón

Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun.

Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Fyrri hluta dags stóð bólusetning aðeins þeim til boða sem fengið höfðu boðun en vegna nokkuð dræmrar mætingar var tekin ákvörðun um að gefa mætingu frjálsa og krefja fólk sem vildi láta sprauta sig ekki um boðun.

Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er um að ræða seinni bólusetningu. Þá verða karlar fæddir 1996 bólusettir, auk kvenna fæddra 1992 og 2001. Allir fæddir 2003 og 2004 á höfuðborgarsvæðinu fá einnig boð. Eftir klukkan 14 geta þau komið sem eiga eldra boð í Pfizer bóluefnið, meðan birgðir endast, að því er fram kemur á vef Heilsugæslunnar.

Á miðvikudag verður þá bólusett með bóluefni Moderna, og er það einnig seinni bólusetning, nú fyrir karla fædda 1982. Eftir klukkan 12 þann daginn geta þau komið sem eiga eldra boð í Moderna bóluefnið, meðan birgðir endast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×