Innlent

Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna við Ingólfstorg.
Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna við Ingólfstorg. Vísir/Einar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag.

Karlmaður sem varð fyrir árásinni sem lögregla lýsir sem alvarlegri er enn í lífshættu og er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Lögregla segir rannsókn í fullum gangi og henni miði vel.

Rætt hafi verið við fjölda vitna auk þess sem lögreglan er að yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborginni í tengslum við málið.

Lögreglan biður jafnframt þá sem kunna að búa yfir upplýsingum sem geta varpað ljósi á málið, þ.e. vitneskju eða myndefni, að hafa samband í síma 444 1000 eða með tölvupósti í netfangið abending@lrh.is

Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu í þágu rannsóknarinnar, en sá var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags eins og fram hefur komið.


Tengdar fréttir

Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífs­hættu en honum haldið sofandi

Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 

Vopnið ó­fundið: Maður um tví­tugt í lífs­hættu

Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.