Fótbolti

Skoraði með stórskemmtilegu fjögurra klobba skoti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Takefusa Kubo fagnar markinu sínu.
Takefusa Kubo fagnar markinu sínu. Getty/Masashi Hara

Takefusa Kubo skoraði skemmtilegt mark með japanska 24 ára landsliðinu um helgina og hefur fengið fyrir talsverða athygli í netheimum.

Hinn tvítugi Kubo kom sínu liði í 1-0 í vináttulandsleik á móti Jamaíka en 24 ára landslið Japana er að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó seinna í sumar.

Kubo er leikmaður Real Madrid en hefur enn ekki spilað fyrir meistaraflokkslið félagsins. Í staðinn hefur hann verið lánsmaður undanfarin tímabil nú síðast hjá Getafe.

Mikið hefur verið látið með strákinn og hann hefur fengið gælunafnið japanski Messi fyrri boltatækni sína. Hann var á sínum tíma í La Masia akademíu Barcelona en færði sig fyrir til erkifjendanna í Real Madrid árið 2019.

Markið sem vakti svona mikla athygli skoraði hann með laglegu skoti en á leiðinni í markið náði hann að klobba fjóra leikmenn Jamaíku að markmanninum meðtöldum. Það má sjá markið skemmtilega hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.