Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2021 23:31 Liðsfélagar Christian Eriksen voru snöggir til þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í gær. Vísir/AP Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. „Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“ Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53