Þórólfur óttast misskilning um lok faraldurs Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 16:28 Þórólfur segir stöðuna góða en ekki sé enn hægt að fagna sigri. Foto: Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason segir ótímabært að ráðast í mikla tilslökun á fjöldatakmörkunum en að slaka megi verulega á fjarlægðartakmörkunum. Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira