Þórólfur óttast misskilning um lok faraldurs Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 16:28 Þórólfur segir stöðuna góða en ekki sé enn hægt að fagna sigri. Foto: Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason segir ótímabært að ráðast í mikla tilslökun á fjöldatakmörkunum en að slaka megi verulega á fjarlægðartakmörkunum. Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira