Fótbolti

„Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ceferin er grjótharður og lætur ekki bjóða sér framgöngu Ofurdeildarliðanna.
Ceferin er grjótharður og lætur ekki bjóða sér framgöngu Ofurdeildarliðanna. Harold Cunningham/Getty

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus.

Mörg félög skráðu sig til leiks í Ofurdeildina er hún var gerð opinber en flest þeirra voru fljót að draga sig út úr henni á nýjan leik.

Barcelona, Real Madrid og Juventus eru þó enn skráð í Ofurdeildina og Aleksander Ceferin er ekki sáttur með þessi þrjú félög.

„Stundum fær maður á tilfinninguna að þessi þrjú félög haga sér eins og lítil börn, sem hrekkja önnur börn í skólanum,“ sagði Ceferin og hélt áfram.

„Þeim var ekki boðið í afmælið og þeir reyna að komast inn með hjálp lögreglunnar.“

Mál þessara þriggja félaga er komið inn á borð UEFA og gætu þau fengið refsingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.