Flestir rekast á falsfréttir á Facebook Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:54 Sjö af hverjum tíu þátttakendum í spurningakönnun Maskínu segjast hafa rekist á falsfréttir um Kórónuveiru-faraldurinn á netinu. Þar af rákust langflestir á slíkt á Facebook. mynd/AP Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Facebook Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Facebook Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent