Lífið

Kanye West eyddi afmælinu með Irinu Shayk

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Slúðurmiðlar velta fyrir sér hvort Kanye West og Irina Shayk séu nýtt par.
Slúðurmiðlar velta fyrir sér hvort Kanye West og Irina Shayk séu nýtt par. Samsett

Kanye West hélt upp á 44 ára afmælið sitt á þriðjudag ásamt hópi fólks í Frakklandi. Með honum var rússneska fyrirsætan Irena Shayk. 

West og Shayk hafa þekkst í meira en tíu ár og hafa oft unnið saman. Shayk hefur tekið þátt í tískusýningum á hönnun West og svo lék hún í tónlistarmyndbandi hans við lagið Power árið 2010. People heldur því fram að West og Shayk séu að hittast og hafi mikinn áhuga á hvort öðru.

Kim Kardashian sótti um skilnað frá rapparanum í febrúar á þessu ári eftir sjö ára hjónaband. Þau eiga saman fjögur börn sem eru búsett í Los Angeles með móður sinni í augnablikinu. Shayk var með leikaranum Bradley Cooper en þau hættu saman árið 2019 eftir fjögurra ára samband. Þau eiga saman eina dóttur. 

Daily Mail birti myndir af West og Shayk í gönguferð í Frakklandi og í fréttinni kemur fram að þau hafi bæði gist þrjár nætur á Villa La Coste lúksushótelinu.  West og Shayk lentu svo í New York í gær og voru mynduð fyrir utan einkaþotu á flugvellinum.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Power þar sem Shayk kemur fyrir. 


Tengdar fréttir

Auð­ævi Kim Kar­dashian nú metin á milljarð dala

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar.

Kim Kardashian hefur sótt um skilnað

Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.