Auðævi Kim Kardashian nú metin á milljarð dala Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 08:17 Kim Kardashian á verðlaunahátíð árið 2019. EPA Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar. Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes)
Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala
Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira