Lífið

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Parið var saman í fjögur ár.
Parið var saman í fjögur ár. vísir/getty
Leikarinn Bradley Cooper og súpermódelið Irina Shayk eru hætt saman. Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni.

Segir í fréttinni að fjölmiðlafulltrúar parsins hafi ekki svarað fyrirspurn tímaritsins vegna málsins. Tímaritið hefur þó löngum verið þekkt fyrir að vera fyrst með fréttirnar þegar eitthvað gerist í lífi fræga fólksins.

Fjölmiðlar ytra hafa undanfarna daga og vikur fjallað mikið um samband Cooper og Shayk og flutt fréttir af því að sambandsslit séu handan við hornið.

Nú virðist parið endanlega hætt saman en þau eiga eina tveggja ára gamla dóttur. Þau ætla sér að deila forræðinu yfir henni í vinsemd að því er segir í frétt People.

Shayk og Cooper byrjuðu saman fyrir fjórum árum og reyndu ávallt að halda sambandi sínu fyrir utan kastljós fjölmiðlana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.