Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 08:41 Svarthví mynd af Ganýmedes sem Juno tók þegar farið flaug fram hjá 7. júní 2021. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar. Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar.
Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56
Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30
Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54