Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 21:00 Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. Göngugatan er ekki lokuð heldur er hún merkt með skiltum, eins og þekkt er. Heimild til að aka göngugötuna hafa þeir sem sjá um vöruflutninga á tilteknum tímum, íbúar sem þurfa að komast að baklóðum og hreyfihamlaðir. Göngugatan nær frá Bankastræti að Frakkastíg en allt frá opnun hennar hefur borið á því að gangandi vegfarendur telji bílstjóra virða lokunina að vettugi. Nú síðast sagði Kristján Hrannar Pálsson organisti frá því á Twitter í gær að litlu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á fjögurra ára son hans á götunni, þar sem hann hoppaði í parís. Hey @logreglan og @reykjavik, það var næstum því keyrt á 4 ára son minn á "göngugötunni" Laugavegi þar sem hann var að hoppa í parís. Ætliði að bíða eftir að eitthvað barn slasist alvarlega eða hysja upp um ykkur núna? Endalaus bílaumferð upp og niður.— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) June 6, 2021 Elías Þórsson, íbúi við Laugaveg, sem einnig er meðstjórnandi í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að útfærsla borgarinnar á göngugötunni sé slæm og merkingum sé verulega ábótavant. Hann vísar til samtals sem hann átti við varðstjóra hjá lögreglu. „Hann einmitt talaði um að annað hvort þyrfti að útfæra þetta betur eða þá bara sleppa þessu því eins og staðan er í dag er þetta að einhverju leyti verra en þetta var, því nú keyra bílarnir í báðar áttir, því þeir átta sig ekki á akstursstefnunni.“ Börn sem leiki sér á göngugötunni séu í sérstakri hættu. „Af því foreldrarnir hugsa, þetta er göngugata þannig að það hlýtur að vera að það sé í lagi að börnin séu að leika sér. Þannig að þetta verður verra, sérstaklega því maður hefur séð bíla keyra hérna á þrjátíu, fjörutíu [kílómetra hraða].“ Sjálfur hefur Elías lent í ýmsu. „Það hefur verið keyrt á mig hérna og það var meira að segja ráðist á mig þegar ég neitaði að færa mig fyrir bílstjóra, hann hoppaði út úr bílnum og reif í mig og henti mér til.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur dregið úr kvörtunum vegna ólöglegs aksturs um göngugötuna síðustu mánuði. Ekki sé fylgst sérstaklega með akstri um hana en almennu eftirliti haldið úti. Göngugötur Reykjavík Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05 Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Göngugatan er ekki lokuð heldur er hún merkt með skiltum, eins og þekkt er. Heimild til að aka göngugötuna hafa þeir sem sjá um vöruflutninga á tilteknum tímum, íbúar sem þurfa að komast að baklóðum og hreyfihamlaðir. Göngugatan nær frá Bankastræti að Frakkastíg en allt frá opnun hennar hefur borið á því að gangandi vegfarendur telji bílstjóra virða lokunina að vettugi. Nú síðast sagði Kristján Hrannar Pálsson organisti frá því á Twitter í gær að litlu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á fjögurra ára son hans á götunni, þar sem hann hoppaði í parís. Hey @logreglan og @reykjavik, það var næstum því keyrt á 4 ára son minn á "göngugötunni" Laugavegi þar sem hann var að hoppa í parís. Ætliði að bíða eftir að eitthvað barn slasist alvarlega eða hysja upp um ykkur núna? Endalaus bílaumferð upp og niður.— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) June 6, 2021 Elías Þórsson, íbúi við Laugaveg, sem einnig er meðstjórnandi í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að útfærsla borgarinnar á göngugötunni sé slæm og merkingum sé verulega ábótavant. Hann vísar til samtals sem hann átti við varðstjóra hjá lögreglu. „Hann einmitt talaði um að annað hvort þyrfti að útfæra þetta betur eða þá bara sleppa þessu því eins og staðan er í dag er þetta að einhverju leyti verra en þetta var, því nú keyra bílarnir í báðar áttir, því þeir átta sig ekki á akstursstefnunni.“ Börn sem leiki sér á göngugötunni séu í sérstakri hættu. „Af því foreldrarnir hugsa, þetta er göngugata þannig að það hlýtur að vera að það sé í lagi að börnin séu að leika sér. Þannig að þetta verður verra, sérstaklega því maður hefur séð bíla keyra hérna á þrjátíu, fjörutíu [kílómetra hraða].“ Sjálfur hefur Elías lent í ýmsu. „Það hefur verið keyrt á mig hérna og það var meira að segja ráðist á mig þegar ég neitaði að færa mig fyrir bílstjóra, hann hoppaði út úr bílnum og reif í mig og henti mér til.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur dregið úr kvörtunum vegna ólöglegs aksturs um göngugötuna síðustu mánuði. Ekki sé fylgst sérstaklega með akstri um hana en almennu eftirliti haldið úti.
Göngugötur Reykjavík Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05 Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05
Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent