Fótbolti

Tveir leikir í Pepsi Max deildinni færðir á fimmtudag fyrir Verslunarmannahelgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-menn spila heimaleik rétt fyrir Verslunarmannahelgi.
KA-menn spila heimaleik rétt fyrir Verslunarmannahelgi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Leikirnir tveir sem þurfti að fresta vegna leikja A-landsliðsins í Færeyjum og Póllandi eru komnir með nýjan leiktíma.

Mótanefnd KSÍ fann ekki tíma fyrir þessa tvo leiki fyrr en í lok júlí en þeir áttu upphaflega að fara fram um mánaðamótin maí-júní.

KA, Breiðablik, FH og Keflavík verða því öll með leik færra en hin lið deildarinnar næstu tæpa tvo mánuði.

Leikirnir sem um ræðir eru leikur KA og Breiðablik á Greifavellinum annars vegar og leikur FH og Keflavíkur hins vegar.

Þeir fara báðir fram fimmtudaginn 29. júlí eða á fimmtudeginum fyrir Verslunarmannahelgi.

Breytingar á leikjum í Pepsi Max deild karla:

  • Pepsi Max deild karla KA – Breiðablik
  • Var: Mánudaginn 7. júní kl. 18.00 á Greifavellinum
  • Verður: Fimmtudaginn 29. júlí kl. 18.00 á Greifavellinum
  • -
  • Pepsi Max deild karla FH - Keflavík
  • Var: Mánudaginn 7. júní kl. 19.15 á Kaplakrikavelli
  • Verður: Fimmtudaginn 29. júlí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×