Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 18:42 Lúxussnekkjurnar tvær í Reykjavíkurhöfn; Sailing Yacht A til vinstri og Le Grand Bleu til hægri. Samsett Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. Sú fyrrnefnda einkennist af þremur háum möstrum og hefur vakið talsverða athygli á Akureyri og Ísafirði, þar sem henni hefur meðal annars verið lagt að bryggju á ferðalagi eigandans, Andrey Melnichenko. Samkvæmt lista Bloomberg er hann áttundi ríkasti maður Rússlands – og númer 102 í heiminum öllum. Melnichenko er í fríi á Íslandi með fjölskyldu sinni og snæddi til að mynda málsverð á Tjöruhúsinu á Ísafirði fyrir skömmu. Samkvæmt vef Marine Traffick var snekkjan við höfn í Reykjanesbæ í gær áður en henni var siglt til Reykjavíkur. Andrey Melnichenko.Vísir/getty Hin skútan, Le Grand Bleu, er í eigu rússneska olíubarónsins Eugene Shvidler. Snekkjan er 113 metrar á lengd og var sú 36. lengsta sinnar tegundar í heiminum árið 2019, samkvæmt Wikipedia-síðu snekkjunnar. Þar kemur jafnframt fram að Shvidler hafi eignast hana er hann vann veðmál við fyrri eiganda, samlanda sinn Roman Abramovich sem þekktastur er fyrir að eiga breska knattspyrnuliðið Chelsea. Sjálfur á Abramovich glæsisnekkjuna Eclipse, sem var á tímabili stærsta snekkja í einkaeigu á heimsvísu. Eugene Shvidler (t.h.) ásamt félaga sínum Roman Abramovich, fyrri eiganda snekkjunnar Le Grand Bleu.Vísir/getty Reykjavík Rússland Íslandsvinir Tengdar fréttir Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Sú fyrrnefnda einkennist af þremur háum möstrum og hefur vakið talsverða athygli á Akureyri og Ísafirði, þar sem henni hefur meðal annars verið lagt að bryggju á ferðalagi eigandans, Andrey Melnichenko. Samkvæmt lista Bloomberg er hann áttundi ríkasti maður Rússlands – og númer 102 í heiminum öllum. Melnichenko er í fríi á Íslandi með fjölskyldu sinni og snæddi til að mynda málsverð á Tjöruhúsinu á Ísafirði fyrir skömmu. Samkvæmt vef Marine Traffick var snekkjan við höfn í Reykjanesbæ í gær áður en henni var siglt til Reykjavíkur. Andrey Melnichenko.Vísir/getty Hin skútan, Le Grand Bleu, er í eigu rússneska olíubarónsins Eugene Shvidler. Snekkjan er 113 metrar á lengd og var sú 36. lengsta sinnar tegundar í heiminum árið 2019, samkvæmt Wikipedia-síðu snekkjunnar. Þar kemur jafnframt fram að Shvidler hafi eignast hana er hann vann veðmál við fyrri eiganda, samlanda sinn Roman Abramovich sem þekktastur er fyrir að eiga breska knattspyrnuliðið Chelsea. Sjálfur á Abramovich glæsisnekkjuna Eclipse, sem var á tímabili stærsta snekkja í einkaeigu á heimsvísu. Eugene Shvidler (t.h.) ásamt félaga sínum Roman Abramovich, fyrri eiganda snekkjunnar Le Grand Bleu.Vísir/getty
Reykjavík Rússland Íslandsvinir Tengdar fréttir Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50
Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19