Henderson sneri aftur og brenndi af vítaspyrnu í sigri Englands | Öruggt hjá Dönum og Hollendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:45 Tyrone Mings faðmar Marcus Rashford eftir að sá síðarnefndi kom Englandi yfir. EPA-EFE/Paul Ellis Liðin sem taka þátt á EM í knattspyrnu í sumar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir mótið. England, Danmörk og Holland unnu öll vináttulandsleiki sína í dag. England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira