Henderson sneri aftur og brenndi af vítaspyrnu í sigri Englands | Öruggt hjá Dönum og Hollendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:45 Tyrone Mings faðmar Marcus Rashford eftir að sá síðarnefndi kom Englandi yfir. EPA-EFE/Paul Ellis Liðin sem taka þátt á EM í knattspyrnu í sumar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir mótið. England, Danmörk og Holland unnu öll vináttulandsleiki sína í dag. England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira
England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira