Fótbolti

Håland kostar 200 milljónir evra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland hefur dregið Dortmund á herðum sér.
Håland hefur dregið Dortmund á herðum sér. Nico Vereecken/Getty

Dortmund ætlar ekki að missa Erling Braut Håland í sumar og þeir hafa sett 200 milljóna evra verðmiða á Norðmanninn.

Erling hefur raðað inn mörkum fyrir öll þau félög sem hann hefur spilað með og frammistaða hans vakið athygli.

Håland hefur skorað 57 mörk í 59 leikjum fyrir Dortmund og nú gæti hann yfirgefið félagið í sumar þar sem Man. City og Real eru taldir mögulegir áfangastaðir.

Spænska dagblaðið AS greinir frá því að norski framherjinn sé fáanlegur fyrir 200 milljónir evra í sumar en þeir vilja þó fyrst selja hann sumarið 2022.

Norska Dagbladet náði í skottið á Håland fyrr í vikunni en þá vildi hann ekki tjá sig um sögusagnirnar.

Håland kom til Dortmund frá Salzburg í janúar 2020 og er með samning til ársins 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×