Innlent

Willum Þór efstur á lista Framsóknar í suðvestri

Kjartan Kjartansson skrifar
Willum Þór Þórsson er þingflokksformaður Framsóknarflokksins og settist fyrst á þing fyrir flokkinn árið 2013.
Willum Þór Þórsson er þingflokksformaður Framsóknarflokksins og settist fyrst á þing fyrir flokkinn árið 2013. Vísir/Vilhelm

Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í dag og leiðir Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins listann. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, er í öðru sæti.

Prófkjör var haldið um fimm efstu sæti framboðslistans en kjörstjórn gerði tillögu um önnur sæti. Í þriðja sætinu er Anna Karen Svövudóttir, samskiptafulltrúi og ferðamálafræðingur, í fjórða sæti er Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi, og Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og laganemi, skipar fimmta sætið.

Framboðslisti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:

1. Willum Þór Þórsson, Kópavogi

2. Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafnarfirði

3. Anna Karen Svövudóttir, Hafnarfirði

4. Kristín Hermannsdóttir, Kópavogi

5. Ívar Atli Sigurjónsson, Kópavogi

6. Svandís Dóra Einarsdóttir, Garðabæ

7. Ómar Stefánsson, Kópavogi

8. Halla Karen Kristjánsdóttir, Mosfellsbæ

9. Baldur Þór Baldvinsson, Kópavogi

10. Margrét Vala Marteinsdóttir, Hafnarfirði

11. Valdimar Víðisson, Hafnarfirði

12. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, Garðabæ

13. Einar Gunnarsson, Hafnarfirði

14. Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Mosfellsbæ

15. Árni Rúnar Árnason, Hafnarfirði

16. Dóra Sigurðardóttir, Seltjarnarnesi

17. Páll Marís Pálsson, Kópavogi

18. Björg Baldursdóttir, Kópavogi

19. Sigurjón Örn Þórsson, Kópavogi

20. Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock, Garðabæ

21. Einar Sveinbjörnsson, Garðabæ

22. Helga Björk Jónsdóttir, Garðabæ

23. Einar Bollason, Kópavogi

24. Hildur Helga Gísladóttir, Hafnarfirði

25. Birkir Jón Jónsson, Kópavogi

26. Eygló Harðardóttir, MosfellsbæAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.