Delta-afbrigðið greinist í Ástralíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 23:29 Alls hafa 64 greinst smitaðir af Covid-19 í Viktoríu frá 24. maí síðastliðnum. Getty/Darrian Traynor Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum. Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira