Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:43 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur. Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur.
Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40