Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:43 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur. Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur.
Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40