Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:46 Fólk hefur verið að gera minnisvarða úr barnaskóm víðsvegar um Kanada. Hér má sjá konu leggja niður skópar á þrep ráðhússins í Kinsgston. AP/Lars Hagberg Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. „Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum. Kanada Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
„Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum.
Kanada Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira