Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:46 Fólk hefur verið að gera minnisvarða úr barnaskóm víðsvegar um Kanada. Hér má sjá konu leggja niður skópar á þrep ráðhússins í Kinsgston. AP/Lars Hagberg Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. „Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum. Kanada Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
„Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum.
Kanada Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira