5 dagar í EM: „Húh-ið“ varð heimsfrægt eftir sigurinn ógleymanlega í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2021 12:01 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrir Víkingaklappinu eftir sigurinn á Austurríki á Stade de France í París. EPA/GEORGI LICOVSKI Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Víkingaklappið var á allra manna vörum eftir eftirminnilegan sigur Íslands á Austurríki í París 22. júní 2016. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016 með 2-1 sigri á Austurríki í lokaleik riðilsins. Arnór Ingi Traustason skoraði sigurmarkið með dramatískum hætti í blálokin og íslenska liðið hafi tryggt sér óskaleik á móti Englendingum. On this day in 2016, Iceland debuted at Euro 2016 and the world was introduced to the Viking Clap pic.twitter.com/eUhvPe69Gc— B/R Football (@brfootball) June 14, 2019 Eftir leikinn þá steig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fram fyrir hópinn og stýrði sameiginlegu Víkingaklappi íslensku strákanna og fjölmargra Íslendinga sem voru í stúkunni á Stade de France í París. Þetta var mjög áhrifamikil stund enda allir í miklum tilfinningarússibana eftir sögulegt afrek íslenska landsliðsins á sínu fyrsta stórmóti. Það var líka fagnað vel og innilega á Stade de France leikvanginum þar sem strákarnir okkar sungu með stuðningsmönnum landsliðsins þar sem lagið „Lífið er yndislegt“ með Landi og sonum fékk að hljóma á þjóðarleikvangi Frakka. Þessi stund var frábær myndskreyting við árangur Íslands en þessi litla rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi var komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Erlendir fréttamiðlar sýndu húh-ið okkar Íslendinga við hvert tækifæri og það voru ekki margir sem vissu ekki hvað það var. Iceland s Viking Thunder Clap is meant to conjure the spirit of ancient invaders from harsh volcanic lands. But the chant is actually from Scotland. https://t.co/MsoT9KZH63 pic.twitter.com/HF7t4FGblr— The New York Times (@nytimes) June 26, 2018 Aron Einar Gunnarsson sagði við Vísi eftir leikinn að hann myndi aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var líka yfirlýsingaglaður eftir leikinn. „Orðum það þannig. Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina að það sé örugglega vilji nú til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir en ævintýrið var ekki búið enn. 30,000 Iceland fans doing the 'Viking Clap' unbelievable! Almost 10% of their entire population! @TrendinFootball pic.twitter.com/Z1dGjFtQg6— Sanjeev Jasani (@sanjeevjasani) June 16, 2018 Stuðningsmenn íslenska liðsins áttu eftir að fara með Víkingaklappið í sjónvarpsþætti erlendis og fleiri áttu eftir að taka það upp. Eins og var með mexíkönsku bylgjuna á níunda áratugnum þá var íslenska hú-ið orðið hluti af knattspyrnusögunni. Nú er bara spurning hvort einhver þjóð fái Víkingaklappið lánað á Evrópumótinu í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016 með 2-1 sigri á Austurríki í lokaleik riðilsins. Arnór Ingi Traustason skoraði sigurmarkið með dramatískum hætti í blálokin og íslenska liðið hafi tryggt sér óskaleik á móti Englendingum. On this day in 2016, Iceland debuted at Euro 2016 and the world was introduced to the Viking Clap pic.twitter.com/eUhvPe69Gc— B/R Football (@brfootball) June 14, 2019 Eftir leikinn þá steig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fram fyrir hópinn og stýrði sameiginlegu Víkingaklappi íslensku strákanna og fjölmargra Íslendinga sem voru í stúkunni á Stade de France í París. Þetta var mjög áhrifamikil stund enda allir í miklum tilfinningarússibana eftir sögulegt afrek íslenska landsliðsins á sínu fyrsta stórmóti. Það var líka fagnað vel og innilega á Stade de France leikvanginum þar sem strákarnir okkar sungu með stuðningsmönnum landsliðsins þar sem lagið „Lífið er yndislegt“ með Landi og sonum fékk að hljóma á þjóðarleikvangi Frakka. Þessi stund var frábær myndskreyting við árangur Íslands en þessi litla rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi var komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Erlendir fréttamiðlar sýndu húh-ið okkar Íslendinga við hvert tækifæri og það voru ekki margir sem vissu ekki hvað það var. Iceland s Viking Thunder Clap is meant to conjure the spirit of ancient invaders from harsh volcanic lands. But the chant is actually from Scotland. https://t.co/MsoT9KZH63 pic.twitter.com/HF7t4FGblr— The New York Times (@nytimes) June 26, 2018 Aron Einar Gunnarsson sagði við Vísi eftir leikinn að hann myndi aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var líka yfirlýsingaglaður eftir leikinn. „Orðum það þannig. Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina að það sé örugglega vilji nú til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir en ævintýrið var ekki búið enn. 30,000 Iceland fans doing the 'Viking Clap' unbelievable! Almost 10% of their entire population! @TrendinFootball pic.twitter.com/Z1dGjFtQg6— Sanjeev Jasani (@sanjeevjasani) June 16, 2018 Stuðningsmenn íslenska liðsins áttu eftir að fara með Víkingaklappið í sjónvarpsþætti erlendis og fleiri áttu eftir að taka það upp. Eins og var með mexíkönsku bylgjuna á níunda áratugnum þá var íslenska hú-ið orðið hluti af knattspyrnusögunni. Nú er bara spurning hvort einhver þjóð fái Víkingaklappið lánað á Evrópumótinu í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira