Innlent

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðlaugur Þór sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Guðlaugur Þór sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Yfirkjörstjórn í prófkjörinu fór yfir kvörtun frá framboði Guðlaugs Þórs síðdegis í gær og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að aðhafast þar sem Magnús hefði ekki skráð sig inn í tölvukerfi flokksins frá 10. maí en framboðsfrestur í prófkjörinu rann út 14. maí.

„Þetta var bara athugasemd og hún var bara staðfest og átti rétt á sér,“ sagði Guðlaugur Þór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Athugasemdin hafi ekki snúið að meintu broti framboðs Áslaugar á prófkjörsreglum, heldur aðgangi Magnúsar Sigurbjörnssonar, bróður hennar, að félagatali flokksins.

Í úrskurði yfirkjörstjórnar er staðfest að Magnús hafði aðgang að tölvukerfinu og þar með félagatalinu fram til 1. júní síðast liðins en síðast skráð sig inn í kerfið 10. maí og að sú innskráning verið að beiðni starfsmanns flokksins, vegna verkefnis sem Magnús vann að.

„Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rann út föstudaginn 14. maí sl. Kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Þá var viðbót við kjörskrá sem m.a. innihélt nýskráningar aðgengileg öllum framboðum kl. 10.00 mánudaginn 31. maí. Fyrir liggur að frambjóðendur sem vildu nýta sér þau gögn hófu úthringingar strax í kjölfarið,“ segir í úrskurðinum.

Þá segir í úrskurðinum að athugasemdir framboðs Guðlaugs Þórs, sem líkt og Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sætinu, hafi ekki átt við rök að styðjast og að ekki hefði verið brotið gegn ákvæðum prófkjörsreglna um jafnan aðgang að gögnum Sjálfstæðisflokksins. En öllum frambjóðendum var afhent eintak af kjörskrá fyrir prófkjörið gegn greiðslu sem fæst endurgreidd þegar afritunum er skilað aftur til flokksins.


Tengdar fréttir

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Kvartað undan bróður Ás­laugar til yfir­kjör­stjórnar

Kvartað hefur verið til yfir­kjör­stjórnar Sjálf­stæðis­flokksins vegna próf­kjörs flokksins í Reykja­vík vegna gruns um að bróðir dóms­mála­ráð­herra hafi nýtt sér beinan að­gang að fé­laga­skrá flokksins í próf­kjörs­bar­áttunni sem nú stendur yfir í Reykja­vík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×