Enski boltinn

Vill fá styttu af Sol Campbell fyrir utan heimavöll Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sol Campbell varð tvöfaldur meistari á fyrsta tímabili sínu með Arsenal, 2001-02.
Sol Campbell varð tvöfaldur meistari á fyrsta tímabili sínu með Arsenal, 2001-02. getty/Stuart MacFarlane

Theo Walcott segir að Sol Campbell eigi skilið að fá styttu fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal, fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið.

Campbell kom til Arsenal á frjálsri sölu frá erkifjendunum í Tottenham 2001 í einum umdeildustu félagaskiptum í sögu enska boltans. Campbell varð tvisvar sinnum Englandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Arsenal.

Walcott lék með Campbell hjá Arsenal og segir að hann hafi ekki fengið það lof og þá viðurkenningu sem hann eigi skilið fyrir framlag sitt til félagsins.

„Það er erfitt að bera Sol saman við leikmenn eins og Thierry [Henry]. Fólk horfir oftast á framherjana,“ sagði Walcott í nýrri heimildarmynd um Campbell, Being Sol Campbell.

„Hann er aðeins á eftir Thierry vegna hann var goðið mitt og fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. En Sol var hundrað prósent meiri leiðtogi en Thierry. Ég er svolítið hissa á því að hann hafi ekki fengið styttu af sér fyrir það sem hann gerði fyrir Arsenal.“

Fimm styttur eru fyrir utan Emirates, af Henry, Dennis Bergkamp, Herbert Chapman, Ken Friar og Tony Adams.

Walcott lék með Arsenal á árunum 2006-18. Á síðasta tímabili spilaði hann með uppeldisfélagi sínu, Southampton, á láni frá Everton.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.