Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 11:43 Meðan borðinn var enn uppi létu margir sér fátt um finnast og fóru samt upp á „Gónhól,“ eins og hann hefur verið kallaður. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að lögregluborði sem settur var upp milli tveggja hóla á gossvæðinu hafi verið tekinn niður, þar sem illa hafi gengið að fá fólk til að virða lokanir og tilmæli björgunarsveitarfólks. Fólk sé því á eigin ábyrgð á svæðinu. Borðinn var settur upp þar sem hraun gæti farið á milli hólanna tveggja með þeim afleiðingum að fólk festist á öðrum hólnum, sem viðbragðsaðilar á svæðinu hafa tekið upp á að kalla Gónhól. „Það getur skeð hvenær sem er. Hugsanlega opnum við þetta aftur, við erum bara svona að meta það í dag,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitarfólk mæti miklum dónaskap hjá fólki sem ætli sér ekki að virða tilmæli um öryggi og lokanir á svæðinu. Fólki er enn ráðið frá því að fara upp á hólinn en borðinn hefur verið fjarlægður. „Við mætum bara verulega miklum dónaskap frá fólki út af þessu. Það er bara þannig að fólk er bara dónalegt.“ Eins og sjá má er ekki útilokað að hraun geti flætt milli hólanna tveggja. Myndin er tekin af öðrum hólnum en hóllinn fjær er hinn svokallaði Gónhóll.Vísir/Vilhelm Bogi segir að vegna þessa hafi borðinn verið fjarlægður og fólk fari einfaldlega upp á hólinn á eigin ábyrgð. Hann segir meirihluta fólks sýna aðilum á svæðinu mikla kurteisi, en dónaskapurinn sitji lengur eftir hjá björgunarsveitarfólki. „Við erum náttúrulega ekki að framfylgja svona hlutum fyrir okkur. Þetta er fyrir fólkið, við erum að reyna að halda því náttúrulega öruggu,“ segir Bogi. Stöðug umferð Bogi segir að umferð um svæðið hafi verið nokkuð stöðug upp á síðkastið og að umferðin um svæðið sé engu minni en hún var þegar styttra var frá upphafi gossins í mars á þessu ári. „Þetta helst stöðugt. Svona þúsund manns á virkum dögum og allt upp í þrjú og fimm um helgar,“ segir Bogi. Hann segir að mikið sé um erlenda túrista á svæðinu á virkum dögum en mun blandaðri hópur láti sjá sig á svæðinu um helgar. Gossvæðið er opið fyrir umferð í dag, en Bogi ítrekar við fólk að fara varlega og gæta að sér. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, tók af gosstöðvunum í gær. Vísir/RAX Vísir/RAX
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira