Fótbolti

Tóku niður dróna sem þeir héldu að Argentínumenn væru að nota til að njósna um æfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Áhyggjur Sílemanna af aðskotadrónanum reyndust óþarfar.
Áhyggjur Sílemanna af aðskotadrónanum reyndust óþarfar. getty/Alberto Valdes-Pool

Sílemenn óttuðust að Argentínumenn væru að njósna um sig fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2022.

Síle og Argentína eigast við í Suður-Ameríkuriðlinum í undankeppni HM 2022 í kvöld. Mikill rígur er milli liðanna og þegar Sílemenn sáu dróna á æfingasvæði sínu meðan æfing var í gangi óttuðust þeir að Argentínumenn væru að njósna um sig.

Landsliðsþjálfari Síle, Martín Lasarte, ákvað að senda dróna í eigu síleska liðsins til að taka aðskotadrónanum niður sem og gerðist.

Áhyggjur Sílemanna reyndust þó óþarfar því dróninn var frá Enel, sílesku orkufyrirtæki, sem var að kanna umferðaljós í nágrenninu.

Síle er í 6. sæti Suður-Ameríkuriðilsins með fjögur stig en Argentína í 2. sætinu með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×